Flýtilyklar
Fréttir
Förum áfram vel með heita vatnið
19.12.2022
Sparnaðaraðgerðir í hitaveitunni síðustu daga hafa skilað góðum árangri á Sauðárkróki. Áfram er þó ástæða til að fara varlega.
Í Varmahlíð er heitavatnsstaðan tæpari og þar má engu muna. Íbúar sem fá vatn þaðan eru beðnir að fara sérstaklega sparlega með heita vatnið.
Lesa meira
Spörum heita vatnið
15.12.2022
Nú er búið að loka sundlaugunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki og lækka rennsli á íþróttavöllum.
Einnig hafa fyrirtæki með mikla notkun verið beðin að spara heita vatnið eftir bestu getu.
Það dugar þó ekki til og hér koma nokkur sparnaðarráð til heimila og fyrirtækja í kuldatíð.
Lesa meira
Notendur hitaveitu í Skagafirði athugið
14.12.2022
Í þeim kulda og snjóleysi sem nú ríkir er notkun heita vatnsins í hámarki.
Skagafjarðarveitur beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að spara heita vatnið eftir bestu getu, til dæmis með því að lækka stillingar á heitavatnspotttum og plönum sem nota ekki afallsvatn.
Lesa meira