Spörum heita vatnið

Nú er búið að loka sundlaugunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki og lækka rennsli á íþróttavöllum.

Einnig hafa fyrirtæki með mikla notkun verið beðin að spara heita vatnið eftir bestu getu.

Það dugar þó ekki til og hér koma nokkur sparnaðarráð til heimila og fyrirtækja í kuldatíð. 

Hafið glugga lokaða.  Ef lofta þarf út eru gluggar opnaðir í stuttan tíma og síðan lokað aftur og jafnvel skrúfað fyrir ofn á meðan.

Lækka á ofnum í herbergjum sem ekki eru í notkun. Athugið samt að okkur á ekki að verða kalt við sparnaðinn 😊

Lækka stillingar á heitavatnspottum, það er alveg óhætt að lækka niður í 10° c. Það er hvort sem er ekkert gott að fara í pottinn í svona kulda.

Lækka stillingar á innspýtingum í plön.

Sparnaðaróskum er einkum beint til notenda á Sauðárkróki og Varmahlíðarveitu 

Þessi kuldatíð varir eins lengi og spár sýna, við þurfum öll hjálpast að svo heimilin haldi hita. Ef við leggjum öll okkar af mörkum þá tekst það.

Skagafjarðarveitur þakka góða undirtektir

 

 


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is