Núna stendur yfir lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki

Búið er að setja upp mæla í Hlíða- og Túnahverfi ásamt fyrirtækjum og hafinn er lokaáfanginn að því að setja upp mæla í útbænum (gamla bænum) stefnan er að ljúka því fyrir vorið. Núna verða mælar settir upp óháð því í hvað ástandi húskerfin eru. Starfsmenn Skagafjarðarveitna koma til með að vera í sambandi við húseigendur á næstu dögum og vikum til að setja upp mæla.

Endilega sendið á okkur í síma eða á netfang upplýsingar um tengilið: 455-6200 / 894-1938 / 893-1904   skv@skv.is / gbr@skv.is

Við viljum endilega hvetja ykkur til að vera í sambandi við  pípulagningameistara til að fara yfir húskerfin hjá ykkur.


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is