Lagning hitaveitu í Hofsstaðapláss

 Í sumar verður unnið að því að leggja hitaveitu í Hofsstaðapláss, frá Svaðastöðum að Hofsstaðaseli en alls verða 10 bæir tengdir veitunni. Verkið felst í lagningu stofnlagnar frá Ríp í Hegranesi um Eylendið til austurs, yfir Héraðsvötn og að Hofsstaðaplássinu. Alls verða lagðir um 10km af lögnum í verkinu. Verkið var boðið út á síðasta ári í sama útboði og hitaveita í Hegranesi og er það Steypustöð Skagafjarðar ehf sem vinnur verkið.

Meðfylgjandi myndir eru frá verkstað þar sem verið er að plægja niður stofnlögn við Hofsstaðasel.

 

 


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is