07.11.2022
Vegna viðgerðar á stofnlögn þarf að loka fyrir heita vatnið frá Hrolleifsdal á morgun þriðjudag 8. nóvember. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Hrolleifsdal og inn í Viðvíkursveit. Lokað verður fyrir vatnið um kl. tíu og mun viðgerðin standa fram eftir degi.
Athugið að skrúfað sé fyrir krana svo ekki komi til tjóns þegar vatni verður hleypt á aftur
Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda