Hitaveitan komin í lag á Króknum

Nú er rennsli heita vatnsins á Sauðárkróki komið í lag, þökk sé hækkandi lofthita og sparnaði notenda.
Búið er að opna sundlaugina aftur og gert er ráð fyrir örlítið hlýrra veðri næstu daga þó frostið bíti áfram. Það ætti því ekki að koma til frekari truflana á rennsli en íbúar eru áfram hvattir til þess að fara vel með vatnið. 

Skagafjarðarveitur þakka viðskiptavinum sínum góð viðbrögð og þolinmæði. 


Svæði

Skagafjarðarveitur   |  Borgarteig 15  |  550 Sauðárkrókur  |  Sími 455 6200  |  skv@skv.is