16.01.2024
Skagafjarðarveitur beina þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið.
Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Fyrir liggur að loka þarf sundlauginni, einnig hefur streymi verið minnkað á gerfigrasvöllinn. Búið er að hafa samband við stórnotendur og leitað er allra leiða til að minnka notkun þar sem það er hægt.
Íbúar eru beðnir að loka gluggum og minnka rennsli í heita potta eins og hægt er.
Þá hefur einnig verið hægt á rennsli í Sundlaugina á Hofsósi.